NÝJAR BÆKUR

VísindabyltingarKirkjur-24-25Leiðarminni - Helgi Þorláksson sjötugurÞekkingin beisluð -nýsköpunarbók
Uns yfir lýkurÍslenskr sláttuhættirHóladómkirkjur til fornaEddukvæði ITrú von og þjóð / Sjálfsmynd og staðleysurMarteinn Lúther -Svipmyndir úr siðbótarsögu
FangelsisbréfinKristín Guðmundsdóttir -HíbýlafræðingurSigursveinn -Baráttuglaður brautryðjandiKirkjur Íslands
EinsteinÁhrifasaga SaltaransWinston S. Chuchhill -ÆvisagaGunnlaugur A. Halldórsson

LÆRDÓMSRIT BÓKMENNTAFÉLAGSINS

Fangelsisbréfin

Fangelsisbréfin Þýðandi og inngangshöfundur: Dr. Gunnar Kristjánsson Verð: 3.621,- Félagsmannaverð 2.896,- Bonhoeffer tók virkan þátt í andspyrnunni gegn Hitler og Þriðja ríkinu. Fyrir það galt hann með lífi sínu, örfáum dögum áður en dagar Hitlers voru taldir. Bréf...

Uns yfir lýkur

UNS YFIR LÝKUR Alina Margolis-Edelman Þýðing: Jón Bjarni Atlason Inngangur: Markus Meckl Verð: 3.621,- Félagsmannaverð: 2.897,- Höfundur þessarar bókar, Alina Margolis-Edelman, fæddist í Lodz í Póllandi og var barn að aldri þegar heimsstyrjöldin síðari skall á. Hún...

Vísindabyltingar

Vísindabyltingar er eitt víðlesnasta fræðirit tuttugustu aldar og hefur bæði notið mikillar hylli og verið lastað.

Síðustu dagar Sókratesar

Platon SÍÐUSTU DAGAR SÓKRATESAR Þýðing: Þorsteinn Gylfason og Sigurður Nordal, sem einnig ritar inngang. 5. útg. 2006. Síðustu dagar Sókratesar hefur að geyma þrjú af áhrifamestu ritum Platons, Málsvörn Sókratesar, Kríton og Faídon, sem jafnframt eru helsta heimildin...

Ríkið

Platon RÍKIÐ Þýðing: Eyjólfur Kjalar Emilsson sem einnig ritar inngang og skýringar. 2. útg. 1997. Ríki Platons er án efa frægasta heimspekirit allra tíma og jafnan talið höfuðrit hins mikla spekings. Meginefni samræðunnar er stjórnskipan og fjallar hún að stofni til...

Uppruni tegundanna

Höfundur: Charles R. Darwin Íslensk þýðing: Guðmundur Guðmundsson Inngang ritar Örnólfur Thorlacius. Fáar bækur hafa haft jafnmikil áhrif á vestrænan hugmyndaheim og Uppruni tegundanna.Þessi bók umbylti hugmyndum manna um eðli náttúrunnar og lífs á jörðinni og varð...

Um vináttuna

Höfundur: Marcus Tullius Cicero Íslensk þýðing: Margrét Oddsdóttir Inngang ritar Svavar Hrafn Svavarsson. Marcus Tullius Cicero var uppi á fyrstu öld fyrir Krist, þegar stóð yfir gullöld rómverskra bókmennta og umbrotaskeið í stjórnmálum rómverska ríkisins. Cicero lét...

Um trúarbrögðin

Höfundur: Friedrich Schleiermacher Íslensk þýðing: Jón Árni Jónsson Inngang ritar Sigurjón Árni Eyjólfsson. Stundum hefur þýzki guðfræðingurinn og heimspekingurinn Friedrich Schleiermacher verið nefndur faðir nútíma mótmælendaguðfræði. Einnig hefur hann verið álitinn...

Um skáldskaparlistina

Höfundur: Aristóteles Íslensk þýðing: Kristján Árnason Inngang ritar Kristján Árnason. Eftir heimspekinginn Aristóteles er varðveittur gríðarlegur fjöldi rita sem spanna flestar þær fræðigreinar sem til voru um hans daga. Áhrif hans á hina svokölluðu skólaspeki...

Um kvikmyndalistina

Höfundur: Rudolf Arnheim Íslensk þýðing: Björn Ægir Norðfjörð Er kvikmyndagerð listgrein eða einber afþreyingariðnaður? Eru kannski sumar kvikmyndir list en aðrar ekki? Í hverju felst listrænir eiginleikar kvikmyndarinnar? Í þessari bók er að finna sígilda glímu við...

HIÐ ÍSLENSKA FORNRITAFÉLAG

Íslendingabók – Landnáma

Höfundur: Margir höfundar Þorleifur Hauksson annast útgáfuna og ritar inngang og skýringar. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Þórður Ingi Guðjónsson. Sverris saga er eitt af stórvirkjum íslenskra bókmennta, ævisaga Sverris Sigurðarsonar Noregskonungs (d. 1202)....

Sverris saga

Höfundur: Margir höfundar Þorleifur Hauksson annast útgáfuna og ritar inngang og skýringar. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Þórður Ingi Guðjónsson. Sverris saga er eitt af stórvirkjum íslenskra bókmennta, ævisaga Sverris Sigurðarsonar Noregskonungs (d. 1202). Þetta...

Morkinskinna I og II

Höfundur: Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Þórður Ingi Guðjónsson. Morkinskinna er mikið konungasagnarit frá fyrri hluta 13. aldar og greinir frá þeim konungum sem ríktu í Noregi eftir fall Ólafs helga á Stiklarstöðum árið 1030. Ritið mun í öndverðu hafa náð fram til...

Hákonar saga I og II

Höfundur: Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Þórður Ingi Guðjónsson. Smelltu fyrir stærri mynd Hákonar saga Hákonarsonar er langmerkasta heimild sem varðveitt er um sögu Noregs á 13. öld. Sagan er rituð 1264-65 af Sturlu Þórðarsyni sagnaritara að beiðni Magnúsar...

BÓKAFLOKKAR

Fangelsisbréfin

Fangelsisbréfin Þýðandi og inngangshöfundur: Dr. Gunnar Kristjánsson Verð: 3.621,- Félagsmannaverð 2.896,- Bonhoeffer tók virkan þátt í andspyrnunni gegn Hitler og Þriðja ríkinu. Fyrir það galt hann með lífi sínu, örfáum dögum áður en dagar Hitlers voru taldir. Bréf...

Uns yfir lýkur

UNS YFIR LÝKUR Alina Margolis-Edelman Þýðing: Jón Bjarni Atlason Inngangur: Markus Meckl Verð: 3.621,- Félagsmannaverð: 2.897,- Höfundur þessarar bókar, Alina Margolis-Edelman, fæddist í Lodz í Póllandi og var barn að aldri þegar heimsstyrjöldin síðari skall á. Hún...

Vísindabyltingar

VÍSINDABYLTINGAR Thomas S. Kuhn Þýðing: Kristján Guðmundur Arngrímsson Inngangur: Eyja Margrét Brynjarsdóttir 422 bls. Verð: 3.621,- Félagsmannaverð: 2.897,7 Vísindabyltingar er eitt víðlesnasta fræðirit tuttugustu aldar og hefur bæði notið mikillar hylli og verið...

Síðustu dagar Sókratesar

Platon SÍÐUSTU DAGAR SÓKRATESAR Þýðing: Þorsteinn Gylfason og Sigurður Nordal, sem einnig ritar inngang. 5. útg. 2006. Síðustu dagar Sókratesar hefur að geyma þrjú af áhrifamestu ritum Platons, Málsvörn Sókratesar, Kríton og Faídon, sem jafnframt eru helsta heimildin...

Ríkið

Platon RÍKIÐ Þýðing: Eyjólfur Kjalar Emilsson sem einnig ritar inngang og skýringar. 2. útg. 1997. Ríki Platons er án efa frægasta heimspekirit allra tíma og jafnan talið höfuðrit hins mikla spekings. Meginefni samræðunnar er stjórnskipan og fjallar hún að stofni til...

Einstein – eindir og afstæði

Einstein – eindir og afstæði. Tímamótagreinar Einsteins frá 1905 Þýðandi: Þorsteinn Vilhjálmsson Band: innbundin Bls. 336 ISBN:978-9979-66-332-4 Hið íslenska bókmenntafélag Verð: 4.900,- Félagsmannaverð: 3.920,- Albert Einstein birti 5 greinar um eðlisfræði á...

Leiðarminni. Helgi Þorláksson sjötugur.

  978-9979-66-340-9 Leiðarminni. Helgi Þorláksson sjötugur Band: innbundin Bls. 520 Hið íslenska bókmenntafélag 2015 Verð 7.990,- Félagsmannaverð 6.392,-         Leiðarminni, Greinar gefnar út í tilefni 70 ára afmælis Helga Þorlákssonar 8....

Kirkjur Íslands 24. og 25 bindi.

Kirkjur Íslands er grundvallarrit um friðaðar kirkjur á Íslandi þar sem horft er á þær frá sjónarhóli byggingarlistar, stílfræði og þjóðminjavörslu. Í máli og myndum er fjallað um kirkjurnar sjálfar ásamt kirkjugripum og minningarmörkum. Í bindum 24 og 25 er sagt frá 13 kirkjum í Múlaprófastdæmi sem nú er hluti af nýju Austurlandsprófastsdæmi.

UM FÉLAGIÐ

Elsta félag og bókaforlag á Íslandi

Elsta félag og bókaforlag á Íslandi Hið íslenzka bókmenntafélag var stofnað árið 1816 og hefur starfað óslitið síðan. Það tók við hlutverki Hins íslenzka lærdómslistafélags sem stofnað hafði verið 1779, en starfsemi þess lá niðri í þann mund sem Bókmenntafélagið var stofnað. Voru félögin formlega sameinuð árið 1818. Þess eru fá dæmi meðal annarra þjóða og einsdæmi hér á landi að frjálst félag geti státað af slíkri hefð. Stofnun þess olli á sínum tíma þáttaskilum í viðhorfi manna til íslenskrar tungu og bókmennta síðari alda.

Menntir og menning

Á öðrum áratug 19. aldar var svo komið að áhugi manna beindist allur að fornu máli og menningu Íslendinga, en hvorki var hirt um nútíð né framtíð, þannig að svo virtist sem íslenskan bættist senn í hóp hinna dauðu tungumála eins og t.d. engilsaxneska. Allt menntalíf og fræðastarfsemi stóð höllum fæti og bókaútgáfa var afar fátækleg. Við stofnun Bókmenntafélagsins varð gagnger breyting. Grundvallarstefna þess var að reisa við sjálfstæðar menntir og menningu á Íslandi undir forystu Íslendinga sjálfra, þannig að íslensk þjóðmenning yrði virkt afl í sókn þjóðarinnar til andlegra og efnalegra framfara.

Fyrstu skrefin

Bókmenntafélagið hófst þegar á fyrsta starfsári handa um útgáfu bóka og tímarita og hefur sú starfsemi verið meginviðfangsefni þess síðan. Sturlunga saga var fyrsta ritið, en Árbækur Espólíns fylgdu eftir og með þeim eignaðist þjóðin í fyrsta sinn samfellda sögu sína. Jafnframt var hafin útgáfa tímaritsins Íslenzk sagnablöð og síðar Skírnis sem hefur komið út síðan 1827 og er elst tímarita á Norðurlöndum. Þessi útgáfa er nokkuð táknræn fyrir stefnu félagsins – annars vegar að treysta böndin til fortíðar og hins vegar að veita erlendum straumum til landsins og laga þá að hefðum og hugsunarhætti Íslendinga. Skírnir var framan af fréttamiðill, en fékk síðar hlutverk bókmennta- og fræðatímarits.

Sjálfstæðisbaráttan – skerfur Bókmenntafélagsins

Með starfsemi sinni átti félagið drjúgan þátt í að undirbúa jarðveginn fyrir sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar sem talin er hefjast 1831, en þá hafði félagið starfað í 15 ár, tengt þjóðina fastari böndum við sögu sína en áður hafði verið gert og miðlað erlendum menningarstraumum til þjóðarinnar. Hefur þessu hlutverki félagsins verið minni gaumur gefinn en skyldi.

Fræðafélag – brautryðjandinn
Bókmenntafélagið er fræðafélag þótt það sé kennt við bókmenntir. Við stofnun félagsins merkti orðið bókmenntir hvers konar menntir sem bundnar voru við bækur og þá ekki síður fræði en skáldskap. Auk bókaútgáfu sinnti félagið margs konar annarri vísinda- og fræðastarfsemi. Það hafði forgöngu um mælingu Íslands og útgáfu fyrsta uppdráttar landsins sem telja má nokkurn veginn réttan og kenndur er við Björn Gunnlaugsson. Það annaðist veðurathuganir fyrir Vísindafélagið danska, lét safna efni í mikla Íslandslýsingu sem var að vísu aldrei gefin út, en efnissöfnun þessi hefur þó síðar komið að drjúgu gagni. Það hafði forgöngu um stofnun Landsbókasafns Íslands árið 1818 og kom upp miklu handritasafni sem nú er varðveitt á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Þá hafði félagið frumkvæði að útgáfu sögulegra heimilda síðari alda, m.a. með því að hrinda af stað útgáfu Íslenzks fornbréfasafns, frumkvæði að útgáfu laga með ritröðinni Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands og hagskýrslna með útgáfu Skýrslna um landshagi á Íslandi. Hér er aðeins stiklað á stóru um verkefni félagsins á síðustu öld og í byrjun þessarar. Um miðja öldina dró nokkuð úr starfsemi félagsins, en upp úr 1970 tók hún að eflast að nýju. Skal nú gerð nokkur grein fyrir henni, en hún hefur eingöngu verið bundin við bókaútgáfu. Bækur félagsins hafa fjallað um bókmenntir, listir, skáldskap, hagfræði, lögfræði, sálfræði, sagnfræði og fornleifafræði, og ekki má gleyma einum viðamesta og þekktasta flokki bóka, Lærdómsrita Bókmenntafélagsins, auk útgáfuSkírnis.

Til styrktar íslenskri menningu

Umræður um viðgang íslenskrar tungu eru einatt á þann veg að lýst er áhyggjum af framtíð hennar. Með útgáfustarfi sínu leitast Bókmenntafélagið við að leggja fram ofurlítinn skerf til viðhalds tungunni og styrktar íslenskri menningarhefð á sviðum sem aðrir útgefendur sinna lítt eða ekki, enda ekki á markaðinn að treysta. Hér er á hinn bóginn verið að hugsa til fjarlægari framtíðar. Fræðirit – á brattann að sækja Útgáfa markverðra fræðirita á mjög á brattann að sækja vegna yfirþyrmandi framboðs á afþreyingarefni, þ.á.m. í bókum, blöðum og tímaritum og annars konar margmiðlun.

Bókmenntafélagið biður þá sem þetta lesa að íhuga hvernig umhorfs yrði ef útgáfa íslenskra fræðirita legðist af eða verulega drægi úr henni. Jafnframt skal minnt á að í öllum nálægum löndum er útgáfa vandaðra fræðirita styrkt veglega.

Ljósritun – vandi Bókmenntafélagsins

Rit félagsins eru talsvert notuð í skólum og mætti ætla að það væri nokkur fjárhagsleg lyftistöng. En þá bregður svo við að nemendur – og jafnvel einnig kennarar – kjósa fremur að ljósrita úr þeim en kaupa þau. Hefur félagið orðið illa úti af þessum sökum, ekki síst hefur dregið úr kaupum á Skírni vegna ljósritunar einstakra greina og fjölföldunar þeirra. Tapar félagið árlega stórfé vegna þessarar iðju sem oftast er ólögleg. Jafnframt leggur það skólum landsins til ókeypis kennsluefni.

Bókmenntafélagið öllum opið

Bókmenntafélagið er ekki eingöngu öllum opið, hvar í stétt sem menn standa, heldur eru allir velkomnir sem styðja vilja þau markmið sem félagið vinnur að – útgáfu markverðra fræðirita á sem flestum sviðum. Félagsmenn eru jafnframt áskrifendur að Skírni – Tímariti Hins íslenzka bókmenntafélags – sem kemur út tvisvar á ári, vor og haust. Árgjald greiðist við útkomu hvors heftis, um 2500 krónur, eða samtals um 5000 krónur á ári. Skírnir er tvímælalaust eitt þekktasta og virtasta tímarit Íslendinga og fá rit sem oftar er vitnað til í fræðilegri umræðu, en það gerir jafnframt nokkrar kröfur til lesenda sinna. Jafnframt fá félagsmenn 20% afslátt af verði rita félagsins, eins og það birtist í verðskrá – aðrir fá 10% afslátt.

Lækjargata 4

Félagið hefur eignast húsnæði í Lækjargötu 4 og á þar hálfa jarðhæð og kjallara. Væri mjög æskilegt að stækka hlut félagsins til þess að það geti eflt starfsemi sína. Er hér höfð í huga nauðsyn þess að geta boðið fræðimönnum sem vinna fyrir félagið upp á eitthvert afdrep við störf sín, t.d. frágang handrita, prófarkalestur, að ekki sé minnst á frekari starfsaðstöðu.

Framtíðarsýn

Þá væri einnig félaginu til framdráttar að færa út kvíarnar með funda- og fyrirlestrahaldi, námskeiðum og annars konar fræðslustarfsemi í tengslum við útgáfu rita. Talsverð eftirspurn er eftir slíku og þar hefur félagið hlutverki að gegna. Fjarri fer að æskilegt sé að öll fræðslu- og menningarstarfsemi sé á vegum ríkisins. Sjálfstæðar menningarstofnanir sem ekki hafa það að aðalmarkmiði að auka efni sín gegna mjög mikilvægu hlutverki á þessu sviði og eru nauðsynlegt mótvægi við umsvif ríkisins á þessu sviði. En allt eru þetta fjarlægir draumar, a.m.k. eins og sakir standa.

Stuðningur félagsmanna

Mikil nauðsyn er að félagsmönnum fjölgi til þess að haldið verði uppi viðunanlegri útgáfu bóka og staða Skírnis styrkist. Vonandi telja félagsmenn sig hafa sitthvað til félagsins að sækja en mega jafnframt líta á sig sem styrktarmenn Skírnis og annarrar útgáfustarfsemi.

STARFSMENN

SKRIFSTOFA

Ólöf Dagný Óskarsdóttir

Rekstrarstjóri
hib@islandia.is

Guðrún Olgeirsdóttir

Bókari
hib@islandia.is

RITSTJÓRAR

Björn Þorsteinsson

Lærdómsrit Bókmenntafélagsins
bjorntho@hi.is

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Lærdómsrit Bókmenntafélagsins
eyjabryn@hi.is

Adolf Friðriksson

Íslensk menning

Páll Valsson

Skírnir
pall@akademia.is

Salvör Nordal

Íslensk heimspeki
salvorn@khi.is

Trausti Jónsson

Umhverfisrit Bókmenntafélagsins
trj@simnet.is

Þórður Ingi Guðjónsson

Íslenzk fornrit
FORNRITAFÉLAG
thingi@hi.is

Þorleifur Hauksson

Íslensk menning
thorl@akademia.is

STJÓRN OG FULLTRÚARÁÐ

Jón Sigurðsson

Forseti
j.sigurdsson@gmail.com

Þorsteinn Hilmarsson

Garðar Gíslason

Gjaldkeri

Snjólaug Ólafsdóttir

Reynir Axelsson

Ritari

Ármann Jakobsson

Auður Hauksdóttir

AÐRIR STARFSMENN

Sverrir Kristinsson

Bókavörður

HAFA SAMBAND

Skeifunni 3b, 108 Reykjavík

Sími: 588 9060

Gsm: 690 0030

Fax: 581 4088

Afgreiðslutími virka daga 10-16